25.3.10

Fjórhjólaferð að eldstöðvunum 27. mars


Á mýrdalsjökli.
Originally uploaded by Óbyggðaferðir
Næstkomandi laugardag er mjög stór og krefjandi fjórhjólaferð frá Hólaskógi. Brottför ca.milli kl.10 -11. Í stuttu máli verður stefnan tekin austur á Mælifellsand og farið eftir Mýrdalsjökli að eldstöðvunum. Þar verður væntanlega mikið tekið af myndum og margt skoðað.Bíðum til myrkurs til að sjá gosið þannig líka. Síðan er kvöldkeyrsla heim í Hólaskóg. Verður þetta ekki nein stressferð og margt annað skoðað á leiðinni. Væntanlega er harðfenni og flennifæri eins og síðustu helgi svo þetta ætti ekki að vera neitt mál.

Verð. pr. hjól kr. 40.000 ( 20.000 kr. á mann ef tveir á hjóli )
Komi menn í ferðina á eigin hjólum kr. 5000 og eru gistingar í Hólaskógi innifalið.

Ath. skráning í s. 661 2503 og info@atvtravel.is fyrir kl. 20 á föstudag

1 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ, frændur

Verður farið aftur um næstu helgi að skoða gosið? Vorum að spá hvort yrði eitthvað laust þá. 2 hjól.

Kveðja
Hjördís Eleonora